Avókadó „hummus“ með kóríanderpítum

Hér er avókadó bætt saman við hummusið þannig að það fer nánast að nálgast Guacamole. Hrikalega góð ídýfa ekki síst með kóríanderpítunum.

 • 1 þroskaður avókadó
 • 1 dós kjúklingabaunir
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • 1 tsk cummin
 • 2 msk Tahini
 • 2 msk ólífuolía
 • salt og pipar

Skerið avókadó í tvennt, takið steininn úr og skafið ávaxtakjötið innan úr. Setjið í matvinnsluvél ásamt öðrum hráefnum. Maukið vel. Setjið í skál og bragðið til með salt og pipar.

Áður en borið er fram er vorlaukur skorinn niður og sáldrað yfir skálina. Hellið örlitlu af góðri ólífuolíu yfir.

Kóríander pítur

 

Kóríanderpítur

 • 50 g smjör
 • 2 tsk mulinn kóríander
 • lúka af gróft söxuðum kóríander
 • salt og pipar

Bræðið smjörið og blandið kóríander saman við. Saltið varlega og piprið. Penslið á aðra hlið af pítunum. Grillið píturnar í ofni eða á grilli þar til að þær hafa tekið á sig gullin lit.

Skerið í bita og berið fram með hummusinu.

Ef þið viljið prufa hið upprunalega hummus er uppskrift hér. Og ef þið eruð hrifin af avókadó slær auðvitað fátt Guacamole við.

Deila.