Hummus

Hummus er kjúklingabaunamauk sem er mikið notað í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og hefur á síðastliðnum árum notið vinsælda um allan heim. Það er lítið mál að búa til heimatilbúið Hummus en það er til dæmis frábært sem ídýfa.

  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 dl ólívuolía
  • 1,5 dl Tahini
  • safi úr hálfri sítrónu (bragðið til, meira af vill)
  • 1/2 tsk cummin
  • klípa af salti

Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Setjið í skál og skreytið með fínt saxaðri steinselju og hellið jafnvel smá ólívuolíu yfir.

Deila.