Asísk kjúklingaspjót með sesam

Þetta eru bragðmikil og fín kjúklingaspjót á grillið með asísku yfirbragði. Sesamolían og sesamfræin gefa tóninn.

Kryddlögurinn

  • 1/2 dl sesamolía
  • 1 msk sesamfræ
  • 1 msk sojaolía
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk chiliflögur eða 1/2 fínsaxaður rauður chilibelgur
  • 1 væn msk púðursykur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 2 msk fínt saxað ferskt basil

Blandið öllu vel saman.

Skerið kjúklinginn í bita og látið liggja í kryddleginum í eina til tvær klukkustundir. Þræðið þá upp á grillspjót og grillið. Berið fram með t.d. steiktum hrísgrjónum.

Hvítvín með á borð við Banfi Le Rime Pinot Grigio-Chardonnay.

Fleiri uppskriftir að grilluðum kjújkling hér

Deila.