Grillaður kjúklingur með hlynsírópi og sinnepi

Þessi magnaða grillsósa gefur grilluðum kjúklingabitunm mjög gott bragð. Það er hægt að nota flesta bita af kjúkling en okkur finnst læri og leggir henta einstaklega vel.

  • Kjúklngalæri og leggir
  • 2 dl hlynsíróp
  • 1 dl Dijon-sinnep
  • 1/2 dl grókorna Dijon-sinnep (Maille á l’ancienne)
  • 2 msk vínedik
  • 1 msk sojasósa
  • matarolía
  • salt og pipar

Blandið saman hlynsírópi, sinnepi, ediki og sojasósu. Saltið og piprið. Geymið hluta af sósunni til að bera fram kjúklingnum.

Veltið kjúklingabitunum upp úr matarolíu, saltið vel og piprið. Grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið þannig að þeir taki á sig lit.

Penslið þá með sírópsblöndunni. Það er líka hægt að hafa blönduna í skál við hliðina á. Taka bitana af með grilltöng, velta upp úr blöndunni og setja aftur á grillið. Grillið áfram undir loki þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Penslið aftur og snúið bitunum við eins og þarf.

Berið fram með sósunni og grilluðum sætum kartöflum.

Deila.