Veislumaturinn á gamlárskvöld – nautalundin

Nautalundin er líklega einhver vinsælasti rétturinn á veisluborðinu á gamlárskvöld og hana borgar sig eiginlega að elda sem minnst. Brúna á pönnu og síðan inn í ofn í langan tíma á lágum hita þar til að hún hefur náð þeirri eldun sem að þið viljið. Svo er líka frábært að nota stærri vöðva t.d. Ribeye eða Prime Rib og hægelda. Hér eru leiðbeiningar fyrir slíka eldun:

Það er síðan sósan sem skiptir hvað mestu máli. Hér höfum við tekið saman nokkrar af vinsælustu sósunum með nautalundinni:

Auðvitað verður síðan að nefna einhverja flottustu útgáfu sem hægt er að gera úr nautalundinni sem er Beef Wellington. Við erum hér með tvær útgáfur af henni

Það þarf auðvitað meðlæti með auk sósunnar – til dæmis einhverjar kartöflur

VÍNIÐ MEÐ:

Hér þurfum við að grípa til góðu vínanna úr Cabernet Sauvignon og Merlot og þá horfum við óneitanlega til upprunasvæðis þeirra þrúgna: Bordeaux í suðvesturhluta Frakklands.

Ódýrari kostur: Bordeaux-vínin hafa hækkað mikið í verði á síðustu árum enda vínin frá stóru og þekktu Chateau-unum eftirsótt um allan heim. Það má þó finna „minni spámenn sem gefa ansi mikið fyrir peninginn. Tvö vín vil ég nefna í þeim flokki. Annars vegar Chateau Coucheroy og hins vegar Chateau Lamothe-Vincent Heritage. Bæði á frábæru verði miðað við gæði. Þá koma til greina vín á frábæru verði á borð við Montes Alpha og Coyam frá Chile eða Louis S. Martini Napa Valley Cabernet Sauvignon frá Kaliforníu. Svo má auðvitað ekki gleyma argentínsku Malbec-vínunum.

Dýrari kostur: Með nautalund og þegar mikið er lagt í rétt eins og Wellington á maður eiginlega að bjóða upp á vín við hæfi. Þá er ekki óvitlaust að fara í dýrari vín frá Bordeaux eða Nýja heiminum. Þar má nefna Brio de Cantenac frá Margaux í Bordeaux. Þá koma til greina frábær rauðvín frá Chile á borð við Don Melchor eða dýrari Kalforníuvín á borð við Stag’s Leap.

Rauðu Rioja-vínin sem og RIbera del Duero. Framleiðendur sem aldrei klikka þar eru t.d. Muga, Baron de Ley, Roda, Altos og Emilio Moro.

FLEIRI HUGMYNDIR FYRIR VEISLUBORÐIÐ Á GAMLÁRSKVÖLD MÁ FINNA HÉR

Deila.