Litli grís

Í síðasta pistil tók ég fyrir Úlf Úlf, Double IPA frá Borg Brugghús og kvartaði sáran undan skorti áhugmyndaauðgi frá öðrum brugghúsum hér á landi sem virðast stundum vera einsett í að fara frekarörugga leið í bruggi sínu með því að brugga bjór frekar handa fjöldanum heldur en þeim sem hafa áhugaá bjór. Það má segja að brugg sé ekki bara iðn heldur ákveðið listform, þar sem hugmyndir og handbragðöðlast líf.

Það er afar ánægjulegt að hjá Bryggjunni virðist bruggarinn, Bergur Gunnarsson, ráða ferðinni. Ekki bara ræður hann ferðinni heldur virðist einnig vera hlustað á hans skoðanir. Afar fínir IPA bjórar hafa komið þaðan á síðustu mánuðum og fyrsti súrbjórinn fór á krana þar ekki alls fyrir löngu. Hér eru allur efniviður til staðar og Bryggjan hefur sett markið hátt við gerð Litla Gríss.

Það koma fleiri en Bryggjan að Litla Grís því hér er svokallað “collab” brugg um að ræða eða samvinna Bryggjunnar og Bjórakademíunnar.

Bjórakademían samanstendur af þremenningum sem hafa í nokkur ár haldið fjölda námskeiða hér á landi þar sem listisemdir ölsins og nautn matarmenningar hafa verið leidd saman. Bjórakademían samanstendur af Hinriki Carl Ellertsyni, kokk og rekstrarstjóra Hverfisgötu 12 og Dill, Eymari Plédel Jónssyni og Steini Stefánssyni rekstarstjóra Mikkeller & Friends. Sannkallað stjörnulið.

Eins og oft þegar menn með áhuga og eldmóð hittast að þá verður til eitthvað magnað. Litli Grís er ekkert minna en það, magnaður double IPA sem er eflaust einn af þeim betri okkar megin við Atlantshafið, á pari við bestu bræður sína í Evrópu ásamt því að gefa frændum sínum í Bandaríkjunum lítið eftir. Hér er blómleg humlaangan, með ríkulega áherslu á suðræna ávexti í nefi. Talsverð beiskja á tungu, í þurrari kantinum og hver sopi veisla bragðlaukanna. Gríðarlega vel heppnað afbrigði af Double IPA og hvet ég fólk til að fjölmenna á Bryggjuna á meðan bjórinn er á boðstólum.

Það má svo einnig nefna að Litli Grís er væntanlegur í verslanir ÁTVR, í 750 millilítra glerflöskum í afar takmörkuðu upplagi. Vorið byrjar vel í bjórmenningu á Íslandi og greinilega skemmtilegir hlutir að gerast.

12973376_1707532909501592_4921827018546823181_o

Deila.