Cepparello 2003

Cepparello 2003 er rauðvínsbolti frá vínhúsinu Isole e Olena Toskana á Ítalíu, vín sem nálgast það að vera stórkostlegt. Sangiovese-vín gerist ekki miklu flottari. Paolo di Marchi, sem heimsótti Ísland haustið 2007 og leiddi m.a. smökkun á öllum Cepparello-árgöngum frá upphafi, getur verið stoltur af þessu víni. Nefið er kryddað, þarna eru kanil og möndlur, þroskaður kirsu- og krækiberjaávöxtur og uppbyggingin einstaklega fínleg, ekki síst miðað við að þarna er hitabylgjuárið mikla á ferðinni.

4.980 krónur. 93/100

 

 

Deila.