Stonewell Shiraz 2002

Peter Lehmann Stonewell Shiraz 2002 er athyglisvert vín. Stonewell er „stærsta“ vín Lehmans og alltaf mikið um sig. 2002 var hins vegar svalt ár í Ástralíu og stíllinn því örlítið frábrugðinn því sem aðdáendur Stonewell eiga að venjast, aðeins fínlegri og ekki eins yfirþyrmandi með skarpari sýru sem gerir það enn matvænna. Svartur, djúpur ávöxtur með tjöru, myntu og tóbaki, þykkt, feitt og langt. Vín sem þolir alla villibráð og allt meðlæti. 5.298 krónur. 92/100

Deila.