Rísotto með graskeri og rósmarín

Þessi ljúffenga uppskrift að graskersrisotto kemur frá Theodóru í Adelaide í Ástralíu. Það er ekki eins auðvelt að nálgast grasker hér á Íslandi og í Ástralíu og víðar en þau sjást þó við og við í búðum. Í neyð má t.d. nota sætar kartöflur sem varaskeifu.

Fyrir 4

 • ½ gulur laukur, smátt skorinn
 • ½ saxað hvítlauksrif
 • 1 stöng ferskt rósmarín
 • 1 bolli rísottogrjón
 • 1 bolli hvítvín
 • ½ lítri kjúklingasoð

Graskersmauk

 • ¼ hluti af graskeri, rifið
 • Smjör
 1. Hitið pönnu með smjöri og steikið lauk og hvítlauk þar til gegnsær.
 2. Hellið grjónum á pönnuna og látið þau þekjast af smjörinu. Ekki hræra í grjónum heldur hristið pönnuna fram og tilbaka.
 3. Bætið rósmarínsgreininni á pönnuna.
 4. Hellið hvítvíninu í kringum grjónin á pönnuna og hristið hana. Ekki hræra því þá missa grjónin sterkjuna sína!
 5. Bætið svo smá af kjúklingasoðinu smám saman við þannig að það rétt hylur grjónin og sjóðið áfram.
 6. Af og til bætið þið soði við og passið suðuna og grjónin líkt og þetta væri litlu börnin ykkar.
 7. Sjóðið áfram í um 20 – 25 mín.
 8. Í lokin er smá smjörklípu hent ofan í til þess að fá fallegan gljáa á réttinn.

Graskersmauk

 1. Sjóðið graskerið sem er rifið í pott með góðri smjörklípu þar til graskerið er orðið að mauk.
 2. Þetta tekur um það bil 5 – 10 mínútur.
 3. Setjið maukið í blandara og maukið það vel.
 4. Blandið saman við rísottóið og berið fram með fallegum ferskum basilblöðum.

Ferskt hvítvín með á borð við Santa Cristina Pinot Grigio eða Little Jame’s Basket Press.

 

Deila.