Little James' Basket Press hvítt

Þetta er hvítvínið úr smiðju Chateau de Saint Cosme, flokkað sem vin de table og án árgangs. Þrúgurnar sem eru Sauvignon Blanc og Viognier voru hins vegar tíndar haustið 2008. Þetta er kraftmikið og einstaklega aðlaðandi hvítvín þar sem Sauvignon og Viognier bræðast saman í forvitnilega heild án þess að önnur þeirra nái að yfirgnæfa hina. Angan af ferskjum, fíkjum og apríkósum með steinefnum og þurrkuðu heyi. Bragðið langt og þéttspunnið með fínu jafnvægi sætu og sýru.

Yndislegt eitt og sér. Reynið einnig með ofnbökuðum fiski og grilluðum kjúkling.

2.149 krónur.

 

 

Deila.