Leonardo Rosso Toscana

Þetta rauða Toskana-vín sem nýlega kom í vínbúðirnar er selt á þriggja lítra kassa en gefur mörgum ódýrari flöskuvínum ekkert eftir. Björt, svolítið sæt angan af krydduðum skógarberjum, kirsuberjum og lyngi. Einfalt að allri gerð en þægilegt, ljúft og hnökralaust.

Gott pasta- og pizzuvín.

4.899 krónur fyrir þrjá lítra eða um 1.225 krónur ef miðað er við hverja 75 cl.

 

 

 

Deila.