Casillero del Diablo Shiraz 2007

Þrúgan Syrah er frönsk að uppruna og þekktust í Rhone-héraðinu þar sem hún uppistaða vína á borð við Hermitage, Cote-Rotie og St.-Joseph. Hún hefur notið mikilla vinsælda víða um heim og er orðin að þjóðarþrúgu Ástralíu þar sem hún er kölluð Shiraz. Í Chile hefur hún átt vaxandi fylgi að fagna enda víða að finna aðstæður sem henta Syrah einstaklega vel.

Casillero del Diablo Shiraz 2007 er kryddað með svörtum og bláum berjum, plómum og dökku súkkulaði. Eikin nokkuð áberandi, Concha y Toro notar ameríska eik, sem er kröftugri en sú franska og gefur hér áberandi vanillutóna. Vínið hefur mjúka áferð með mildum tannínum.

Með grilluðu kjöti.

1.659 krónur

 

Deila.