Kamikaze Vegamóta

Þessi kokkteill var fyrirferðarmikill í myndinni Cocktail með Tom Cruise. Hér er hann í útgáfu barþjónanna á Vegamótum en með árunum hafa fjölmargar útgáfur orðið til.

3 cl Finlandia Vodka

3 cl Joseph Cartron Triple Sec

3 cl lime safi, ferskpressaður

Dass af Joseph Cartron Blue Curacao

Hristið vodka, Triple Sec og lime safa vel saman í kokkteilhristara með klaka. Hellið í Martiniglas. Bætið dropum af Blue Curacao út í.

Deila.