Intis Sauvignon Blanc

Þetta er vín frá San Juan héraðinu í Argentínu sem er ekki nærri því eins þekkt og nágranninn í suðri, Mendoza. Engu að síður er San Juan næst mikilvægasta vínræktarsvæði Argentínu.

Intis Sauvignon Blanc 2008 hefur ágenga angan þar sem ægir saman skörpum, sætum greipávexti, grænum aspas, grasi og geri. Það hefur ágætan ferskleika í munni með miklum hitabeltisávexti.

1.390 krónur. Mjög góð kaup. Fær hálfa stjörnu í viðbót fyrir verð/gæði.

 

 

Deila.