Leonardo Bianco Toscana

Þetta hvítvín í 3 lítra kassa kemur frá vínsamlaginu Cantina Leonardo í Toskana. Samlagið er í bænum Vinci, fæðingarbæ Leonardos da Vinci, og eiga um 150 vínbændur aðild að því.

Þetta vínsamlag eða „kantína“ eins og þær eru kallaðar á ítölsku nýtur töluverðrar virðingar en nýlega tókum við fyrir rauðvín á kassa frá þessum sama framleiðanda.

Þetta hvítvín er úr þrúgunni Trebbiano, ljóst og létt með mildum sítrus og blómakeim ásamt þroskuðum eplum og smá spritti. Með ferskri sýru og miðlungs lengd.

4.798 krónur eða sem jafngildir 1.199 krónum á 75 cl. flösku.

 

 

Deila.