Pfaffenheim Gewurztraminer 2007

Þrúgan Gewurztraminer er yfirleitt auðþekkjanleg fyrir arómatísk einkenni sín og hvergi nær hún sömu hæðum og í Alsace í Frakklandi. Nafn hennar er dregið af þýska orðinu gewurz eða krydd og það er yfirleitt réttnefni.

Pfaffenheim Gewurztraminer 2007 hefur fallegan gulan lit og í nefi mætir manni þroskaður og þurrkaður ávöxtur, sítrus en einnig lyche, súrhey, rósir og ylliblóm. Yfirbragðið skarpt og „kryddað“ í munni þykkt, langt og þurrt og rósirnar breiða úr sér.

Með reyktum laxi eða reyktri gæs. Með asískum mat, ekki síst kínverskum.

2.130 krónur

 

Deila.