Las Moras Black Label Malbec 2006

Finca Las Moras var valinn argentínski framleiðandi ársins á International Wine and Spirit Competition í fyrra en þetta framsækna fyrirtæki hefur vakið töluverða athygli fyrir nútímaleg vín sín. Ekki síst þykir það athyglisvert að vínin koma ekki frá hinu þekkta Mendoza-héraði heldur nágrannahéraðinu San Juan.

Las Moras Black Label Malbec 2006 er snyrtilegt og fínpússað vín í alþjóðlegum stíl. Dökkfjólublátt, allt að því út í svart. Skarpur og þroskaður krækiberjaávöxtur, nánast sultaður, eikin áberandi, kaffi og cedrusviður, pipar. Nokkuð tannískt með lakkrístónum.

Með grillaðri ribeye.

2.490 krónur

 

Deila.