Lehmann-dagar á Holtinu

Helgin 5. – 8. nóvember verður tileinkuð ástralska víngerðarmanninum Peter Lehmann á Hótel Holti. Boðið verður upp á spennandi fjögurra rétta matseðil og sérvalin eðalvín frá Peter Lehmann fylgja hverjum rétti.

Meðal rétta á seðlinum eru „háfleginn skötuselur að hætti haustsins á paprikulegi“ og „heilsteikt dúfa ásamt stökkum kartöfluvöfflum, jarðsveppum og hinu óvænta“. Þá er boðið upp á vín með sem alla jafna eru einungis fáanleg á veitingahúsum eða vínbúð vínhússins í Barossa s.s. Mudflat Shiraz-Muscatelle og Sémillon Late Harvest.

Verð fyrir fjögurra máltíð ásamt vínum er 14.500 krónur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hótel Holts.

Vínkynning er innifalin fyrir matargesti en kostar 2.900 kr.fyrir vínáhugafólk. Bóka þarf sérstaklega í vínsmökkunina.

 

Deila.