Kjúklingur að hætti veiðimannsins

Það er mjög algengt að rekast á ítalska rétti sem eru sagðir vera að hætti veiðimannsins eða alla caccaiatora en þar er yfirleitt um að ræða rétti sem eru eldaðir með kryddjurtum í einhvern tíma. Hér er uppskrift að kjúklingarétt í þessum dúr.

1 kjúklingur, skorinn í 10 bita

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir

1 lárviðarlauf

2 dósir af heilum tómötum

2 grænar paprikur, niðursneiddar

100 g sveppir, niðursneiddir

2 dl rauðvín

ferskt timjan, 2-3 matskeiðar

steinselja

salt og pipar

Hitið olíu á stórri pönnu eða góðum pottjárnspotti. Setjið kjúklinginn, lauk og hvítlauk út í og brúnið. Hellið rauðvíninu út í og látið malla á í um tíu mínútur.

Bætið nú við tómötunum, sveppunum, lárviðarlaufi, timjan og saltið og piprið. Setjið lok á pönnuna og látið malla á vægum hita í 25-30 mínútur.

Setjið á fat eða diska og stráið fínsaxaðri steinselju yfir.

Einfalt en gott rauðvín á borð við Crasto eða Alamos Cabernet Sauvignon.

Deila.