Domaine Laroche Chablis Saint Martin 2007

Laroche er einn af fremstu framleiðendum Chablis og þetta vín er nefnt í höfuðið á verndardýrlingi Chablis-héraðsins Saint Martin sem var jarðsettur á níundu öld í L’Obédiencerie þar sem Domaeine Laroche hefur nú skrifstofur sínar.

Domaine Laroche Chablis Saint Martin 2007 er eitt af þessum hnífskörpu og stílhreinu Chablis-vínum, eins og rennilegur sportbíll, með skarpri angan af hvítum blómum sítrus og steinefnum. Stíft og elegant í munni með löngu og fersku bragði.

Matarvín fyrir einfalda en vandaða fiskrétti með ekki of þungum sósum.

3.199 krónur.

 

Deila.