Gyllta glasið 2009

Vínþjónasamtök Íslands hafa frá árinu 2005 veitt Gyllta glasið árlega. Keppnin fer þannig fram að birgjar senda inn bæði rauðvín og hvítvín til keppni í fyrirfram ákveðnum flokki, sem eru breytilegir frá ári til árs. Vínin eru síðan smökkuð blint og þeim gefin einkunn af dómnefnd, sem í sitja vínþjónar og bestu smakkarar landsins.

Að þessu sinni var reglan einföld. Öll vín sem kosta 1990 kr eða minna í vínbúðunum höfðu keppnisrétt, burt séð frá því hvaðan í heiminum þau eiga uppruna sinn. Segir í frétt frá Vínþjónasamtökunum að ákveðið hafi verið að fara þessa leið vegna mikilla hækkana á vínverði síðastliðið ár.

95 vín skiluðu sér til keppni og var ákveðið að veita 15 vínum Gyllta glasið í ár. 10 rauðum og 5 hvítum. Vínin verða merkt með miða frá Vínþjónasamtökum Íslands sem á stendur Gyllta glasið og gilda verðlaunin fyrir þann árgang sem skilað var til keppni.

Rauðvínin sem hljóta Gyllta glasið eru:

Campo Viejo Crianza 2006

Cune Crianza 2006

Coto Vintage 2005

Delicato Merlot 2007

Faustino Vii 2007

Fortius Tempranillo 2006

Montes Cabernet Sauvignon Carmenere 2008

Tommasi Romeo 2008

Trio Merlot 2007

Trivento Cabernet Sauvignon Reserva 2007

 

Hvítvínin sem hljóta Gyllta glasið eru:

Fleur du Cap Chardonnay 2008

Montes Chardonnay 2008

Perelada Roc 2008

Terra Antiga 2008

Villa Antinori 2008

 

 

Deila.