Jacqueline Blanc de Blancs Brut

Kampavín er með helstu fórnarlömbum bankakreppunnar, ekki bara á Íslandi, heldur alþjóðlega. Margir horfa sem stendur frekar til ódýrari freyðandi vína og nóg er svo sem til af þeim.

Jacqueline kemur frá Frakklandi og er úr þrúgunum Colombard og Folle Blanc. Það freyðir vel með mildum og þægilegum bólum, angan létt með vott af gulum eplum og sítrus. Ágætlega vel uppbyggt og elegant af þetta ódýru freyðivíni að vera, nokkuð hlutlaust en að sama skapi einnig hnökralaust með þurri, frískandi og þægilegri fyllingu.

Sem fordrykkur eða blandað með Cassis du Dijon í Kir. Einnig fínt í freyðandi kokkteila á borð við Jackie

1.499 krónur.

.

Deila.