Joseph Drouhin Pouilly-Fuissé 2007

Þorpið Pouilly í suðurhluta Búrgund er Íslendingum að góðu kunnugt, að minnsta kosti í gegnum vín sín. Vínin sem kölluð eru Pouilly-Fuissé hafa enda verið vinsælustu Búrgundarvínin hér á landi (og víðar) ásamt Chablis-vínunum hvítu úr norðurhluta héraðsins.

Joseph Drouhin Pouilly-Fuissé 2007 er ungt og ferskt með dæmigerðum, vönduðum Chardonnay-einkennum. Lime, smjörsteikt græn epli og sumarblóm, fersk sýra, mild eik og ristaðar möndlur í munni gera þetta að yndislegu víni.

Með humar, pönnusteiktum, grilluðum eða humarsúpu.

3.498 krónur

 

Deila.