Joseph Drouhin Cote de Beaune 2006

Þorpið Beaune er hin sögulega miðstöð vínframleiðslu í Búrgund í Frakklandi. Sunnan við Beaune eru svæðin Cote Chalonnaise og Macon en norður af þorpinu og upp að borginni Dijon liggur röð þorpa sem mynda fyrst Cote de Beaune Villages og síðan Cote de Nuits Villages.

Þetta vín frá Drouhin fellur undir skilgreininguna Cote de Beaune og eru þrúgurnar því ræktaðar á hæðunum sem umlykja Beaune. Eins og öll önnur rauð Búrgundarvín er þetta 100% Pinot Noir.

Í nefi rauð ber, jarðarber og hindber ásamt sultuðum rabarbara og smá kanil, Ungt, með skörpum tannínum og sýru, milliþungt með áherslu á fágun frekar en kraft.

Með ljósu kjöti eða ostum.

3.398 krónur.

 

Deila.