Canepa Chardonnay Classico 2009

Þessi Chardonnay frá Canepa í Chile er ungur – enda uppskera ársins 2009 að vori til á suðurhvelinu – með ágætu jafnvægi sætu og sýru.

Í nefi eru hitabeltisávextir áberandi, ananas og mangó ásamt sítrusi og hunangi. Þykkt og skarpt í munni, með nokkurri sætu sem sýran nær þó að brjóta í gegn og viðhalda ferskleika.

1.590 krónur

 

Deila.