Pujol La Montadella 2005

Pujol er vínræktarfjölskylda í hinum katalónska hluta Languedoc-Rousillon í Suður-Frakklandi. Vínekrurnar, sem telja um 65 hektara, hafa verið í eigu fjölskyldunnar frá 1785 og er nú eingöngu iðkuð lífræn ræktun á þeim.

Rauðvínið La Montadella er frá svæðinu Cotes du Rousillon, gert úr þrúgum af gömlum Carignan-vínvið.

Kröftugt og kryddað með heitum, bökuðum kirsuberjum og karamellu, sem þróast út í sveskjur og rúsínur þegar vínið stendur lengur. Þurrt og sýrumikið, með þroskuðum ávexti og mjúkum tannínum. Hörku Suður-Frakki.

Með lambi og rósmarín.

2.846 krónur.

 

Deila.