Chablis er nyrsta víngerðarsvæði Bourgogne og líklegasta eitt þekktasta nafnið í heimi þegar hvítvín eru annars vegar. Líkt og önnur hvít Búrgundarvín eru Chablis-vínin hrein Chardonnay-vín og yfirleitt – ólíkt hvítvínum sunnar í Búrgund – óeikuð.
Joseph Drouhin Chablis 2008 er ungt með skörpum sítruskeim, límónu og greipávexti, elegant í munni, meðalþyngd, góð sýruuppbygging, ávöxturinn skarpur og við hann fléttast ferskar kryddjurtir og steinefni. Líkt og góð Chablis-vín er þetta vín sem byggir sitt ekki á kraftinum heldur dýptinni.
Með flestum góðum sjávarréttum, t.d. humarsúpu.
2.874 krónur