Purple Angel 2006

Englar hafa um árabil verið áberandi á flöskumiðum vínhússins Montes í Chile og í vínkjallaranum í Colchagua er að finna stórt útskorið englalalíkneski. Það lá því kannski beint við að eitt af bestu vínum fyrirtækisins væri kennt við engla.

Þrúgan Carmenere á sér sérstaka sögu. Hún var upprunalega ein af þrúgum Bordeaux-héraðsins í Frakklandi, ásamt t.d. Cabernet Sauvignon og Chile, en talið var að henni hefði verið útrýmt er rótarlús lagði vínekrur Evrópu í rúst í kringum 1880. Árið 1983 uppgötvuðu menn hins vegar að mikið af þeim vínvið í Chile, sem hafði verið flokkaður sem Merlot, var í raun Carmenere.

Það verður nú stöðugt algengara að sjá vín frá Chile þar sem Carmenere er í aðalhlutverki og sumir spá því jafnvel að hún verði helsta tákn chilenskrar víngerðar í framtíðinni, með svipaða stöðu og Malbec hefur í Argentínu.

Aurelio Montes er einn þeirra og með víninu Purple Angel sýnir hann fram hvílíkur ofsakraftur getur búið í þessari þrúgu. Purple Angel er ekki einungis uppáhaldsvínið mitt frá Montes (sorry M og Folly), þetta er eitt af allra bestu vínum Chile.

Purple Angel 2006 hefur kryddaða angan af ristuðum kaffibaunum, karamellu, sólberjasultu og myntu. Vínið hefur yndislegan kraft, það gýs upp úr glasinu og umlykur mann en er engu að síður mjúkt sem flauel þegar dreypt er á því. Margslungið í munni, ristað með tignarlegum tannínstrúktúr og míneralískum, löngum endi.

Með bestu stórsteikunum og villibráðinni.

4.899 krónur

 

 

Deila.