Carmen Cabernet Sauvignon Reserva 2005

Þessi Cabernet Sauvignon frá Carmen í Chile kemur úr þrúgum ræktuðum í Maipo-dalnum, suður af Santiago. Einkenni vínsins eru um flest dæmigerð fyrir Chile.

Sultuð sólber og þurr mynda í nefi vínsins ásamt örlitlum ekvalyptus. Þroskaður, feitur ávöxtur í munni og langur eftirkeimur af lakkrís og ekvalyptus.

Með grilluðu kjöti, þolir vel bbq-sósu, gæti átt vel við t.d. hangikjöt.

2.180 krónur

 

Deila.