Cepparello 2004

Paolo di Marchi, sem heimsótti Ísland haustið 2007 og leiddi m.a. eftirminnilega smökkun  í Þingholti á ellefu Cepparello-árgöngum hefur sem betur fer haldið áfram að bæta við nýjum árgöngum síðan.

Cepparello 2004 er sá nýjasti og líkt og yfirleitt með þetta vín 100% Sangiovese. Liturinn dökkfjólublár út í svart með þroskuðum kirsuberja- og sólberjaávexti, vanillukremi og reyk.

Sum vín koma sem kraftmikið högg í munni, þetta vín kemur smátt og smátt og virðist aldrei ætla að hætta. Hvert bragðlagið á fætur öðru, þétt sýra og tannín, feitur ávöxturinn, krydd og lakkrís. Algjör bragðsinfonía.

Njótið núna eða næstu 10 árin.

4.980 krónur

 

 

Deila.