Lamadoro Primitivo 2008

Lamadoro kemur frá saman vínhúsi og Feudo di San Marzano, það er eitt vínanna úr smiðju Valentino Sciotti. Þetta er Primitivo frá Púglía í Suður-Ítalíu og sýnir hvað það svæði á gífurlega mikla möguleika í samkeppni við Nýja-heiminn með því að beita nútíma aðferðum við víngerð.

Ungur og ágengur plómu- og fíkjuávöxtur í nefi, smá leður og þurrkað timjan. Ávaxtasætur, þykkur og þægilegur Primitivo-safi, ungt og yndislegt. Með bestu vínum í sínum verðflokki og í raun í á ótrúlegu verði miðað við hvað þetta er vandað og gott vín, sem tryggir því fjórðu stjörnuna.

1.390 krónur

 

Deila.