Chateau la Fleur Maillet 2002

Chateau la Fleur Maillet er lítið vínhús í Pomerol í Bordeaux og eru ekrur vínhússins einungis í 400 metra fjarlægð frá þekktasta vínhúsi svæðisins, goðsögninni Pétrus. Það hefur verið fáanlegt hér í all nokkur ár og gefur yfirleitt mjög mikið fyrir peninginn.

Fleur Maillet 2002 er vel uppbyggt Pomerol, þykk angan af sedrusvið, kaffi og þroskuðum sólberjum. Stíf og tignarleg uppbygging, kröftug tannin og góð lengd. Það borgar sig að umhella víninu um klukkustund áður en það er borið fram.

Með villibráð, önd og nautasteik.

4.299 krónur

 

Deila.