Olivier Leflaive Les deux Rives Chablis 2007

Fyrir tæpum aldarfjórðungi, nánar tiltekið árið 1984, ákvað Olivier Leflaive að slíta sig frá fjölskyldufyrirtækinu Domaine Leflaive og hefja framleiðslu á vínum undir eigin nafni. Þetta var stórt skref, enda Domaine Leflaive með virtari framleiðendum í Bourgogne. Hann hefur hins vegar haslað sér völl sem hágæðaframleiðandi.

Olivier Leflaive Les deux Rives Chablis 2007 er toppklassa Chablis. Þurrt og míneralískt með ríkjandi sítrónusafa og sítrónuberki í nefi. Þétt, skarpt og langt, straumlínulagað og matvænt.

Með fínni sjávarréttum, t.d. humarsúpu.

2.950 krónur

 

Deila.