Fontanafredda Barolo 2004

Þegar bestu vín Ítalíu eru flokkuð eru yfirleitt þrjú vín sem skara fram úr og teljast vera í algjörum sérflokki: Brunello, Amarone og Barolo. Hið síðastnefnda kemur frá Langhe-svæðinu í Piedmont í norðausturhluta landsins og er framleitt úr þrúgunni Nebbiolo.

Hér áður fyrr voru Barolo-vínin gróf í æsku og þurftu margra ára og jafnvel áratuga geymslu áður en voru orðin tilbúin til geymslu. Það hefur nú breyst með nýrrí tækni við víngerðina og alla jafna þarf ekki að bíða lengi eftir Barolo-vínunum, þótt þau þoli vissulega langa geymslu.

Fontanafredda er eitt af stóru vínhúsunum í Piedmont og var stofnað á nítjándu öld af Emanuele Alberto di Mirafiore, sem var sonur Vittorio Emanuele II, Ítalíukonungs.

Fontanafredda Barolo 2004 er fremur dökkt á lit með skarpri krækiberja og kirsuberjaangan í bland við villibráð og lapsang souchong-te. Kröftugur ávöxtur í munni, þéttur með töluverðri sýru og mjúkum tannínum.

Reynið þetta vín með hreindýri, nautakjöti eða bragðmiklum, þurrum ostum á borð við Parmigiano.

4.996 krónur

 

Deila.