Casalferro 2001

Casalferro er eitt af stóru vínum Toskanahéraðsins og er annað af bestu rauðvínum sem baróninn Francesco Ricasoli framleiðir í Brolio-kastala. Saga Ricasoli og Brolio er sérstök en nánar um hana má lesa hér. Þegar Francesco Ricasoli setti sér það markmið, eftir að hafa endurheimt víngerðina frá alþjóðlegu stórfyrirtæki, að framleiða vín í hæsta gæðaflokki var Casalferro vínið sem kom Brolio á kortið á nýjan leik.

Vínið er að uppistöðu til Sangivoese en jafnframt er um 25% Merlot bætt saman við.

Casalferro 2001 er stórt vín, farið að sýna þroska, þurrkaður sólberjaávöxtur og kaffi, örlítil paprika og vottur af reyk. Skarpt í munni, tannín enn ung og kröftur, leður og djúpur ávöxtur. Slær mann í fyrstu sem nær Bordeaux en Toskana.

Með villibráð og nautasteik.

5.299 krónur

 

 

 

Deila.