Bandaríska víntímaritið Wine Enthusiast útnefnir í nýjasta hefti sínu ítalska vínfyrirtækið Mezzacorona sem vínframleiðanda ársins í Evrópu. Mezzacorona er vínsamlag í Trentino á Norður-Ítalíu sem um 1.500 vínbændur eiga aðild að. Um 70% af framleiðslu Mezzacorona fer í útflutning og stærsti hlutinn til Bandaríkjanna. Vínin hafa verið fáanleg hér um all nokkurt skeið og má m.a. lesa um eitt þeirra hér.
Mezzacorona framleiðir ekki einungis vín í Trentino heldur einnig á Sikiley undir heitinu Feudi Arancio og freyðivin undir nafninu Rotari.
Tímaritið segir Mezzacorona hafa lagt áherslu á að viðhalda gæðum en að sama skapi halda verðum í horfinu og helst lækka þau í ljósi kreppunnar. Það hafi vegið þungt á vogarskálarnar þegar kom að því að velja ítalska vínframleiðanda ársins.