Chateau Bonnet Reserve 2005

Chateau Bonnet er vínhús á Entre-deux-Mers-svæðinu í Bordeaux í Frakklandi og ættaróðal Lurton-fjölskyldunnar. Rauðvínin eru blanda, nokkurn veginn í jöfnum hlutföllum, úr þrúgunum Cabernet Sauvignon og Merlot.

Bonnet er yfirleitt mjög góður Bordeaux fyrir verðið og þetta vín frá hinum stórkostlega 2005 árgangi er þar engin undantekning.

Angan er jarðbundin með jörð, vindlakassa, dökkum berjum og plómum. Þokkalega kröftugt í munni með ágætri breidd og nokkuð tannískt.

Með góðum frönskum mat eða ostum. Reynið t.d. með kálfasnitsel eða estragonkjúkling.

2.498 krónur

 

 

Deila.