Amalaya 2008

Það eru ekki til mörg afskekktari og hrjóstrugri víngerðarsvæði í heiminum en Salta í Argentínu þar sem Svisslendingurinn Donald Hess ákvað að byggja upp vínbúgarðinn Colomé. Árangurinn hefur hins vegar ekki látið á sér standa og Colomé Malberg 2007 var eitt af vínum ársins hjá Wine Spectator.

Þetta er sannkallaður þrúgnakokkteill. Rúmlega helmingurinn er Malbec en þarna eru líka Cabernet Sauvignon, Syrah, Bonarda og Tannat.

Amalaya de Colomé 2007 er þykkt með og mjúkt frá nefi til munns. Sæt og sultuð bláber í bland við kirsuber og vanillu. Langt og mjúkt með mildum tannínum, nokkuð kryddað og sólbakað.

1.990 krónur. Góð kaup.

 

Deila.