Broccato 2003

Broccato er vín í „Súper“-Toskana-flokknum, frá vínhúsinu Dievole, blanda úr þrúgunum Sangiovese (60%), Merlot og Cabernet Sauvignon.

Kröftugt og aflmikið með kaffi, dökkum berjum, vanillu og eik í nefi. Stórt og mikið vín, enn nokkuð tannískt, en tannínin hafa mildast töluvert frá því ég smakkaði þetta vín síðast, vínið orðið mjúkt og algjörlega tilbúið.

Með andarbringum eða hreindýri.

4.390 krónur.

 

Deila.