Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2007

Alpha-línan frá Montes hefur frá upphafi verið einhver sú besta sem Chile hefur upp á að bjóða, allt frá því að fyrsta Cabernet Sauvignon vínið kom á markað undir þessu nafni, en það var 1987 árgangurinn.

Þrúgurnar í Ölfuna koma núorðið af Apalta-ekru í Montes í Colchagua-dalnum, en þar eru kjöraðstæður til ræktunar.

Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2007 er þungaviktarvín, það er dökkt og mikið, í nefi þungur sólberjailmur, kaffi og sviðin eik. Vínið er þykkt og og mikið, kröftug en mjúk tannín umlykja góminn og djúpan, kryddaðan ávaxtamassann. Þetta er vín sem þarf svolítinn tíma, það hentar vel til geymslu og nýtur sín best ef því er umhellt einhverjum klukkustundum fyrir neyslu.

Með nauti, önd, lambi eða hreindýri. Hvers vegna ekki reyna það til dæmis með gráðostafylltum nautalundum.

2.698 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.