Friðrik V hættir

Það eru sorgarfréttir að veitingastaðurinn Friðrik V á Akureyri skuli hætta rekstri. Friðrik Valur Karlsson er snillingur í eldhúsinu og hann og kona hans Arnrún Magnúsdóttir hafa rekið staðinn af einstrakri ástríðu um árabil. Heimsókn á Friðrik V hefur alltaf verið upplifun og staðurinn í hópi þeirra allra, allra bestu á Íslandi.

Það er gífurleg eftirsjá af Friðrik V og einungis hægt að vona að þau Friðrik Valur og Arnrún taki upp þráðinn á nýjan leik sem fyrst þótt undir öðrum formerkjum verði.

Deila.