Piquito 2008

Þetta suður-spænska rauðvín kemur frá svæðinu Jumilla og einum helsta framleiðanda þess svæðis, Bodegas Luzon. Helsta þrúga Jumilla heitir Monastrell en einhverjir kunna að þekkja hana undir hinu franska nafni hennar sem er Mourvédre. Undir því nafni er hún töluvert ræktuð í suðurhluta Frakklands og m.a. gjarnan hluti þeirrar þrúgnablöndu sem er að finna í Chateauneuf-du-Pape.

Piquito 2008 leynir á sér. Það ber ekki mikið yfir sér með skrúfutappa og miða sem virðist ætlað að höfða til ferðamanna. Í glasi komið er vínið hins vegar kröftugt og suðrænt með þroskuðum og heitum, þægilega sætum berjaávexti. Þarna er vottur af lakkrís og jörð, ekki síst kemur lakkrísin fram í munni. Vel balanserað og gert.

1.595 krónur. Virkilega flott fyrir verð.

 

 

Deila.