Bleikjan er hér bökuð með gráðosti og sýrðum rjóma sem mynda saman með kryddjurtunum góða sósu með fiskinum.
- 4 bleikjuflök
- 1 dós sýrður rjómi 18%
- 150 g gráðaostur
- 1 lúka fínsaxað dill
- 1 sítróna
- sítrónupipar
Setjið flökin í ofnfast form og kryddið með sítrónupipar. Kreistið sítrónusafann yfir flökin. Smyrjið sýrða rjómanum yfir flökin með skeið, sáldrið svo gráðostinum jafnt yfir og loks söxuðu dillinu.
Bakið í 180 gráðu heitum ofni í um 20-25 mínútúr. Berið fram með stökku, grænu salati og hrísgrjónum.
Þykkt og feitt hvítvín með, gjarnan góðan Nýjaheims-Chardonnay. Montes Chardonnay 2008 smellpassar til dæmis.