Montalto Nero di Avola-Cabernet Sauvignon 2007

Sikiley er syðsta vínræktarsvæði Ítalíu og hér er sikileysku þrúgunni Nero d’Avola blandað saman við hina frönsku Cabernet Sauvignon.

Vínið hefur kröftuga „sólríka“ angan, dökkar plómur og krækiber en einnig möndlu- og toffí-karamella, jafnvel kanill. Nokkuð kryddað í munni, skarpt og ágengt með nokkrum hita, sem 14% gefa.

Með bragðmiklum mat, kássum og pastaréttum með kjötsósu.

1.798 krónur. Góð kaup.

 

Deila.