Grant Burge Miamba Shiraz 2008

Þessi Shiraz frá Barossa kemur af ekrunni Miamba og framleiðandinn er Grant Burge, sem gróðursetti vínvið og byrjaði að rækta upp Miamba-ekruna árið 1983. Vínrækt á Miamba á sér mun lengri sögu en ekran hafði ekki verið í rækt um nokkurt skeið þegar Burge tók við henni.

Grant Burge Miamba Shiraz er nánast dökkt sem blek, mjög kröftugt með þykkum vanilluhjúpuðum krækiberjasafa, þarna er kókos og súkkulaði og þroskaður og massaður svartur ávöxtur. Feitt og langt í munni. Hörkuvín, með þeim betri í sínum verðflokki.

2.950 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.