Pujol Tradition 2006

Þetta rauðvín frá Cotes du Rousillon í Suður-Frakklandi er blanda úr Miðjarðarhafsþrúgunum Grenache, Carignan og Syrah. Pujol er framsækinn ræktandi á því svæði og einn þeirra vínbónda sem leggur áherslu á lífræna ræktun á vínþrúgum sínum.

Þetta er þægilegt og aðgengilegt rauðvín dæmigert fyrir hinar sólríku Miðjarðarhafssveitir Frakklands. Rauður berjaávöxtur, léttkryddaður keimur með þurrkuðum berjum og mildri reykangan. Matarvín með ágætu tannínbiti.

Með bragðmiklum suður-evrópskum réttum þar sem hvítlaukur og kryddjurtir koma við sögu.

2.098 krónur

 

 

Deila.