Freixenet Carta Nevada

Freixenet er líklega þekktasti freyðivínsframleiðandi Spánar. Öll freyðivínin eru framleidd með kampavínsaðferðinni það er að kolsýrugerjunin á sér stað í hverri flösku fyrir sig en ekki í stórum tönkum eins og oft er raunin með ódýrari freyðivín.

Carta Nevada er skilgreint sem Semi Seco það er nokkuð sætara en svokölluð Seco og ekki síst Brut freyðivín. Þetta er tæknilega skothelt vín, ferskt, létt og freyðir fallega. Ávöxturinn  töluvert hlutlaus, þó smá sítrus og ferskjur, vínið milt og rjómamjúkt, sætan ekki of yfirþyrmandi.

2.029 krónur

Deila.