T-Bone á grillið

Ef velja á góða steik á grillið er T-Bone yfirleitt öruggt val. Ekki spillir fyrir að T-Bone steikurnar í íslenskum kjötborðum eru í raun ekki alvöru T-Bone heldur það sem í Bandaríkjunum er kallað Porterhouse þar sem við fáum sneið af bæði filé og lund, tveimur bestu vöðvum nautsins. Önnur er mjúk og yndislega meyr, hin aðeins grófari en jafnframt bragðmeiri. Í raun þarf ekkert að gera við þetta kjöt annað en að salta og grilla. Setjið gott sjávarsalt eða Maldon-salt á nokkru áður en steikin fer á grilið. Hafið grillið eins heitt og það verður og grillið steikina í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Eldunartíminn ræðst af þykkt steikarinnar og hvernig þið viljið hafa hana. Það er flest meðlæti gott með svona steik og nánast öll rauðvín passa, þem mun betri sem þau eru, þeim mun betur passa þau þó. Þetta getur ekki klikkað.

Deila.