Þráinn fer til Lyon

Þráinn Freyr Vigfússon lenti í áttunda sæti í forkeppni Bocuse d’Or sem haldinn var í dag og kemst því áfram í heimsúrslitakeppnina, sem haldinn verður í Lyon í byrjun næsta árs.

Alls fá 24 þjóðir keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni í sinni álfu og í dag ríkti mikil spenna hvaða tólf Evrópuþjóðir kæmust til Lyon. Danir unnu gullið í forkeppninni, Norðmenn hrepptu annað sætið og Frakkar það þriðja.

Gifurlegur undirbúningur liggur að baki hjá keppendum en með því að smella hér má lesa aðeins um undirbúning Þráins Freys og sjá myndir af réttunum.

Deila.