Montalto Merlot 2008

Það hefur verið vinsælt að gera lítið úr Merlot-þrúgunni, ekki síst eftir myndina Sideways fyrir nokkrum árum. Hins vegar gleyma menn oft hversu góð hún er t.d. í St. Emilion og Pomerol. Það er líka sérstakt að hún virðist kunna mjög vel við sig á Sikiley.

Montalto Merlot 2008 er dökkt og kröftugt rauðvín með þykkum, svolítið tannískum plómu- og sólberjaávexti. Heitt og mjúkt, töluvert kryddað og með góðri lengd og fyllingu. Ansi Nýjaheimslegt.

1.798 krónur. Góð kaup.

 

Deila.